Íslenskt textasafn

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Til baka í leit

Um Íslenskt textasafn

Í Íslensku textasafni eru gamlir og nýir textar af ýmsum toga, samtals um 65 milljónir lesmálsorða. Textasafnið þjónar margvíslegum tilgangi. Það lýsir íslensku ritmáli á ýmsum tíma og í mjög fjölbreytilegu samhengi. Hægt er að leita að orðum og orðalagi sem tilheyrir ýmiss konar málsniði. Það getur gagnast öllum þeim sem fást við rannsóknir sem snerta íslenskt mál og málfræði, bókmenntir, sagnfræði o.fl.

Byrjað var að safna textunum í kringum 1990 en í september 2004 var tekinn í notkun vefaðgangur að efni safnsins frá heimasíðu Orðabókar Háskólans og síðar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Árið 2013 var aðgangur að textasafninu endurhannaður og bættur.

Textum safnsins er komið fyrir í nokkrum efnisflokkum. Á meðal eldra efnis eru fornrit (m.a. Íslendingasögur), ritverk frá 16.-18. öld, þjóðsögur, Biblían og skáldrit frá 1830-1920.

Aðrir efnisflokkar textasafnsins hafa að geyma nútímatexta, m.a. texta úr Morgunblaðinu eftir 2000, tölvuskráð talmálsefni, vefpistla (blogg), og tölvupóst. Einnig er hér að finna texta úr skáldsögum og ævisögum síðustu ára, og fræðilega texta um líffræði og aðrar raungreinar, sögu og heimspeki, svo eitthvað sé nefnt.

Sérstakar þakkir fær Netútgáfan fyrir að leyfa afnot af fjölmörgum rafrænum fornsagnatextum.Þórdís Úlfarsdóttir hefur umsjón með textasafninu.
Ragnar Hafstað sá um tæknivinnslu.

Til baka í leit

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum